Nairobi baby
Jæja, þá erum við komin til Nairobi (og ekki enn lent í Nairobbery)! Flugið gekk mjög vel þó við hefðum þurft að bíða í flugvélinni í 1,5 tíma fyrir flugtak. Fórum í dag í skoðunarferð um hina stórkostlegu og frábœru miðborg í góða veðrinu :)
Á morgun er svo fyrsti dagurinn á klíníkinni og verður það mjög spennandi!
Núna erum við að láta okkur dreyma og lesa Safari bækur.
Á morgun er svo fyrsti dagurinn á klíníkinni og verður það mjög spennandi!
Núna erum við að láta okkur dreyma og lesa Safari bækur.
Jambo! Það er ekki laust við smá öfund, myndi fórna ýmsu fyrir að fá að vera í Kenýa núna, en það kemur bara seinna. Við erum að fara að "funda" í vikunni og taka ákvörðum um hvaða bíl við ætlum að kaupa, Jonah er víst búin að finna einn góðan en við vitum ekki hvað hann kostar. Við þurfum bara að vera í bandi. Mailið mitt er the6@hi.is
Njótið þess útí ystu æsar að vera þarna úti það eru bara forréttindi að fá að upplifa stemminguna í þessu, stundum skrítna en frábæra, landi:)
Kveðja
Þórey Hjúkkunemi og fellow kenýafari.
24. júní 2007 kl. 16:40 Efst á síðu
já það ég er ekki frá því að vera pínu öfundsjúk enda er hugurinn alltaf hálfur í Afríku. En ég óska ykkur alls hins besta í Kenýa ....
24. júní 2007 kl. 20:58 Efst á síðu
Til hamingju með rauðu töskuna... bið að heilsa Tarzan og Jane... og Skógardýrinu Húgó...
kær kveðja, Sighvatur Björgvinsson
25. júní 2007 kl. 10:50 Efst á síðu