<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/5700161432795213252?origin\x3dhttp://kenya-verkefnid.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

Um okkur

Við erum í stafrófsröð Karl, Ómar, Ylfa og Þórunn. Við erum læknanemar sem vorum að klára 3. ár. Við vinnum öll á elliheimili og fílum það. Við erum stjórn Kenýa-verkefnisins sem tengist Provide international sem á og rekur heilsugæslur í Nairobi, Kenýa. Þangað förum við 22. júní og verðum í 3 vikur. Fylgstu með!

Nýjustu færslur

Við erum svo ógeðslega merkileg, hér geturðu séð hvað við erum dugleg að skrifa!

Skjalasafnið

Myndir úr ferðinni

Undirbúningurinn í fullum gangi!?!

Jæja gott fólk..

Þá styttist í það að við fjórmenningarnir leggjum af stað uppí mikinn leiðangur, nánar tiltekið 4 vikur og 2 dagar.. vúhú!
Undirbúningurinn hefur legið í smá rannsóknarverkefnisdvala en um leið og við erum búin að skila því af okkur hellum við okkur á fullu í það að flokka allt dótið sem höfum safnað og fleira í þeim dúr.
Engar áhyggjur samt, við erum búin að fara í allar mögulegar og ómögulegar bólusetningar, sem og að drekka hinn gómsæta brómberjasápudrykk DUKORAL þannig að við erum orðin ónæm fyrir vel flestu.

Við hvetjum alla til að fylgjast vel með síðunni okkar, sérstaklega á meðan við erum úti, nánar tiltekið 22.6 - 13.7. Við ætlum að reyna að vera dugleg að skrifa ferðasögur og skella inn myndum á milli þess sem við erum á klíníkinni og að upplifa Afríku

þangað til síðar..

Kenýaklúbburinn Kalli
Kalli, Ómar, Ylfa og Þórunn

eitt álit

Hér getur þú komið með álit (comment) þitt á skrifum okkar eða ýtt á takka til að færa þig rólega neðst á síðu
Álit? | Fara neðst á síðu